Heim 2. tbl 2021 Fimm sundmenn á leið á NM

Fimm sundmenn á leið á NM

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Fimm sundmenn á leið á NM
0
1,122

Nordic Swimming Championships fer fram í Vasby í Svíþjóð dagana 3.-5. desember næstkomandi. Fimm afrekssundmenn úr röðum fatlaðra hafa verið valdir til þátttöku fyrir Íslands hönd en þau eru:

  • Þórey Ísafold Magnúsdóttir – KR – S14
  • Guðfinnur Karlsson – Fjörður – S11
  • Sonja Sigurðardóttir – ÍFR – S4
  • Thelma Björg Björnsdóttir – ÍFR – S6
  • Hjörtur Már Ingvarsson – Fjörður – S5

NM 2021 er sameiginlegt mótahald fatlaðra og ófatlaðra rétt eins og Íslandsmót SSÍ og ÍF í 25m laug síðustu helgi. Hópurinn heldur út til Svíþjóðar þann 1. desember næstkomandi og er væntanlegur aftur heim 6. desember. Þjálfarar í ferðinni eru Ragnar Friðbjarnarson og Ragnheiður Runólfsdóttir. 

Mynd/ Jón Björn – Thelma Björg Björnsdóttir sundkona frá ÍFR er á meðal þeirra fimm sundmanna sem keppa fyrir Ísland á Norðurlandamótinu.
Hér er hún á Paralympics í Tokyo fyrr á þessu ári.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…