Paralympics fara fram í París, Frakklandi dagana 28. ágúst-8. september næstkomandi. Paralympics eru haldnir strax í kjölfarið af Ólympíuleikunum og því löng og myndarleg íþróttahátíð í vændum í borg ástarinnar.
Heimamenn í Frakklandi hafa nú kynnt Paralympic-medalíurnar til leiks en þær verða gerðar úr upprunalegu járni Eiffel-turnsins. Ekki þarf að fjölyrða um frægð Eiffel-turnsins en þessi sögufræga smíð er eitt af helstu kennitáknum Parísarborgar og nú mun hluti hennar verða undirstaðan í Paralympic-medalíunum.
Heimamemnn í Frakklandi kynntu medalíurnar til leiks í eftirfarandi myndbandi