Heim 1. tbl. 2024 Már, Sonja og Thelma á leið til Parísar!

Már, Sonja og Thelma á leið til Parísar!

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Már, Sonja og Thelma á leið til Parísar!
0
995

Alþjóða Ólympíuhreyfing fatlaðra hefur nú úthlutað megninu af sætum sem í boði eru fyrir sundkeppnina á Paralympics í París síðar á þessu ári. Ísland hlaut þrjú sæti, eitt fyrir karlmann og tvö fyrir konur.

Sundfólkið Már Gunnarsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir hafa hlotið sætin fyrir Íslands hönd og verða því fulltrúar Íslands í París í sundkeppninni.

Paralympics fara fram í París dagana 28.ágúst – 8. september og hefjast skömmu á eftir Ólympíuleikunum. Íþróttasamband fatlaðra óskar Má, Thelmu og Sonju og félögum þeirra innilega til hamingju með farseðlana til Parísar! Már Gunnarsson syndir fyrir ÍRB og MCRactive Manchester en Sonja og Thelma synda báðar fyrir Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík (ÍFR).

Ísland á öflug íþróttafólk sem enn keppir að því að ná tilskyldum árangri fyrir París en það er m.a. í frjálsum, bogfimi og handahjólreiðum en staða þessa íþróttafólks mun skýrast eftir því sem líður frekar á vorið og sumarið.

Hér má nálgast alla keppnisdagskrá íþróttagreinanna á Paralympics 2024

Iceland’s Sonja Sigurdardottir competes in the final of the WomenÕs 200M Freestyle S3 event at the Manchester 2023 Para Swimming World Championships in Manchester, Britain, Saturday, August 5, 2023. (Photo/Jon Super 00447974 356-333) jon@jonsuper.com www.jonsuper.com
Iceland’s Thelma Bjorg Bjornsdottir competes in the WomeenÕs 100m Breastroke SB5 event at the Manchester 2023 Para Swimming World Championships in Manchester, Britain, Friday, August 4, 2023. (Photo/Jon Super 00447974 356-333) jon@jonsuper.com www.jonsuper.com
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…