Heim 1. tbl 2023 Tvær með lágmörk á HM: Fjögur kepptu nýverið í Jesolo

Tvær með lágmörk á HM: Fjögur kepptu nýverið í Jesolo

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Tvær með lágmörk á HM: Fjögur kepptu nýverið í Jesolo
0
774

Fjórir íslenskir afreksmenn kepptu nýverið á World Para Athletics Grand Prix mótaröðinni sem fram fór í Jesolo á Ítalíu. Nú þegar hafa tveir keppendur tryggt sér lágmörk á heimsmeistaramótið í París í sumar en það eru þær Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Með þeim ytra voru einnig spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson og kúluvarparinn Hulda Sigurjónsdóttir.

Patrekur hljóp 100 metrana á 12.72 sek og 400 metrana á 1:00.11 mín. Þá var lengsta kast Huldu í kúlunni 9,63 metrar. Þau eiga enn möguleika á því að ná lágmörkum fyrir HM þegar Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss fer fram á Kaplakrikavelli um helgina.

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hafnaði í 3. sæti í flokki F37 í kúluvarpi með kasti upp á 8,41 meter og svo í 5. sæti í kringlu þegar hún kastaði kringlunni 18,25 metra. Stefanía Daney keppti í bæði 400m hlaupi og langstökki en í 400m hlaupi kom hún í mark á tímanum 1:07.16 mín. og í langstökkinu var hennar lengsta stökk 4,85 metrar.

Úrslit mótsins hjá íslensku keppendunum má sjá hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …