Heim 1. tbl. 2024 Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn
0
391

Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Ofangreint ritar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra á Vísir.is en grein hans í fullri lengd má nálgast hér.

Allirmed.com
Allir með verkefni ÍF, UMFÍ, ÍSÍ og þriggja ráðuneyta byggir m.a. á góðum grunni og mikilli vinnu sem Reykjanesbær lagði í fyrir nokkrum árum þar sem um tímamótaverkefni var að ræða í Reykjanesbæ í þágu barna. Áhugasamir sem vilja kynna sér Allir Með verkefnið í Reykjanesbæ geta kynnt sér það nánar hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…