Heim 1. tbl. 2024 Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Tryggjum íþróttastarf fyrir fötluð börn
0
118

Aðeins 4% fatlaðra barna eru virk í starfi hjá íþróttahreyfingunni. Þeirri stöðu verður að breyta. Eldhugar innan íþróttahreyfingarinnar og samtaka foreldra fatlaðra barna hafa tekið málið föstum tökum í verkefninu „Allir með“, sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir fötluð börn hjá almennum íþróttafélögum. Um er að ræða þriggja ára samstarfsverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands og Íþróttasambands fatlaðra sem styrkt er af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Ofangreint ritar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra á Vísir.is en grein hans í fullri lengd má nálgast hér.

Allirmed.com
Allir með verkefni ÍF, UMFÍ, ÍSÍ og þriggja ráðuneyta byggir m.a. á góðum grunni og mikilli vinnu sem Reykjanesbær lagði í fyrir nokkrum árum þar sem um tímamótaverkefni var að ræða í Reykjanesbæ í þágu barna. Áhugasamir sem vilja kynna sér Allir Með verkefnið í Reykjanesbæ geta kynnt sér það nánar hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …