Heim 1. tbl 2023 Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC

Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þrjú á leið til Dubai á heimsmótaröð IPC
0
1,303

Frjálsíþróttafólkið Patrekur Andrés Axelsson, Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir eru öll á leið til Dubai í þessari viku til þess að taka þátt í Grand Prix mótaröð IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra). Keppnisdagar eru 26. febrúar – 1. mars.

Baráttan fyrir lágmörkum inn á Paralympics í París 2024 er þegar hafin og þátttaka í heimsmótaröðum mikilvægur liður í þeirri vegferð. Kári Jónsson landsliðsþjálfari fer fyrir hópnum en með honum í för verða Trausti Stefánsson aðstoðarhlaupari, Melkorka Rán Hafliðadóttir þjálfari og Kristjana Kjartansdóttir nuddari.

Þetta sumarið verður heimsmeistaramótið í París sem er hápunktur afreksfólks í frjálsum þetta sumarið. Sumarið 2024 verður svo Evrópumeistaramót og að því loknu sjálfir Paralympics í París. Við sendum íslenska hópnum baráttukveðjur til Dubai.

Mynd/ JBÓ: Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson keppir fyrir Íslands hönd í Dubai á næstu dögum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…