Heimsmeistaramóti IPC er nú lokið en það hefur staðið yfir síðustu daga í Manchester í Bretlandi. Ísland átti þrjá fulltrúa við mótið en það voru þau Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir frá ÍFR og Már Gunnarsson frá Guilford sundklúbbnum. Sonja fór mikinn á mótinu og setti sjö ný Íslandsmet!
Íslensku keppendurnir komust í úrslit í öllum sínum greinum en hér að neðan má sjá hvernig fór hjá þeim í hverri grein fyrir sig. Í úrslitum náðu Thelma og Sonja báðar sínum besta árangri með því að hafna í 5. sæti og Már Gunnarsson hafnaði í 6. sæti í úrslitum í 100m baksundi S11. Þessi árangur mun skipta miklu máli þegar skýrist endanlega hvaða sætum Íslandi tekst að vinna sér inn á Paralympics í París 2024.
Íslandsmetin sem féllu hjá Sonju á HM:
HM 2023 Manchester, England 31. júlí – 6. ágúst
Sonja Sigurðardóttir S3 50 baksund 1:07,82 03/08/23
Sonja Sigurðardóttir S3 50 skriðsund 1:07,82 04/08/23
Sonja Sigurðardóttir S3 50 skriðsund 1:07,75 04/08/23
Sonja Sigurðardóttir S3 100 skriðsund 2:30,14 05/08/23
Sonja Sigurðardóttir S3 200 skriðsund 5:12,32 05/08/23
Sonja Sigurðardóttir S3 100 skriðsund 2:26,16 06/08/23
Sonja Sigurðardóttir S3 100 skriðsund 2:23,37 06/08/23
Hér að neðan má sjá heildarárangur sundmannanna þriggja:
Sonja Sigurðardóttir
Már Gunnarsson
Thelma Björg Björnsdóttir
Myndir/ Jon Super / SportsNewsAgency