Heim 1. tbl 2023 Miðinn til Parísar kom ekki í Pilsen: Næsta tilraun í Rotterdam

Miðinn til Parísar kom ekki í Pilsen: Næsta tilraun í Rotterdam

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Miðinn til Parísar kom ekki í Pilsen: Næsta tilraun í Rotterdam
0
641

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson úr Hróa Hetti féll úr leik í 24 manna úrslitum á heimsmeistaramótinu bogfimi nýverið. Mótið fór fram í Pilsen í Tékklandi þar sem keppendur unnu til fyrstu sætanna á Paralympics í París 2024.

Þorsteinn hafði sigur gegn Suður-Afríku manninum Coates-Palgrave Philip 134-133 í 48 manna úrslitum en mátti svo lúta í lægra haldi gegn Kínverjanum Chen Haoquan 146-140 í 24 manna úrslitum. Þar með var ljóst að Þorsteinn náði ekki farseðlinum til Parísar í þessari fyrstu tilraun.

Næst á dagskrá hjá Þorsteini er Evrópumeistaramótið í bogfimi sem fram fer í Rotterdam dagana 14.-20. ágúst og þar verða tvö sæti í boði til Parísar fyrir þá keppendur sem ná hvað lengst í mótinu en Þorsteinn keppir í Compound Open flokki (opnum flokki trissuboga).

Árið 2016 varð Þorsteinn fyrstur Íslendinga til þess að keppa í bogfimi á Paralympics þegar hann var fulltrúi Íslands í Río de Janeiro. Þorsteinn æfir nú á fullu við undirbúning fyrir Evrópumeistaramótið en meðfylgjandi mynd er fengin af vef World Archery frá HM í Pilsen.

Úrslit mótsins

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …