Heim 1. tbl 2023 Miðinn til Parísar kom ekki í Pilsen: Næsta tilraun í Rotterdam

Miðinn til Parísar kom ekki í Pilsen: Næsta tilraun í Rotterdam

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Miðinn til Parísar kom ekki í Pilsen: Næsta tilraun í Rotterdam
0
716

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson úr Hróa Hetti féll úr leik í 24 manna úrslitum á heimsmeistaramótinu bogfimi nýverið. Mótið fór fram í Pilsen í Tékklandi þar sem keppendur unnu til fyrstu sætanna á Paralympics í París 2024.

Þorsteinn hafði sigur gegn Suður-Afríku manninum Coates-Palgrave Philip 134-133 í 48 manna úrslitum en mátti svo lúta í lægra haldi gegn Kínverjanum Chen Haoquan 146-140 í 24 manna úrslitum. Þar með var ljóst að Þorsteinn náði ekki farseðlinum til Parísar í þessari fyrstu tilraun.

Næst á dagskrá hjá Þorsteini er Evrópumeistaramótið í bogfimi sem fram fer í Rotterdam dagana 14.-20. ágúst og þar verða tvö sæti í boði til Parísar fyrir þá keppendur sem ná hvað lengst í mótinu en Þorsteinn keppir í Compound Open flokki (opnum flokki trissuboga).

Árið 2016 varð Þorsteinn fyrstur Íslendinga til þess að keppa í bogfimi á Paralympics þegar hann var fulltrúi Íslands í Río de Janeiro. Þorsteinn æfir nú á fullu við undirbúning fyrir Evrópumeistaramótið en meðfylgjandi mynd er fengin af vef World Archery frá HM í Pilsen.

Úrslit mótsins

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…