Heim 1. tbl 2023 Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín

Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín
0
775

Opna þýska meistaramótið stendur nú yfir í Berlín í Þýskalandi þar sem fjórir afrekssundmenn úr röðum fatlaðra eru mættir til keppni. Fyrsti keppnisdagur fór fram í gær þar sem Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR setti tvö ný Íslandsmet í flokki S3 (hreyfihamlaðir).

Sonja synti þá á 2:36,09 mín. í 100m skriðsundi og 5:14,93 mín. í 200m skriðsundi. Sonja bætti þar verulega metin sín frá opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Þá kepptu Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR og Guðfinnur Karlsson, Firði einnig í gær þar sem bæði náðu sínum besta árangri á tímabilinu til þessa. Annar keppnisdagur stendur nú yfir en með þeim ytra er einnig Hjörtur Már Ingvarsson sundmaður úr Firði í Hafnarfirði.

Mynd/RR: Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, alsæl með metin í Berlín.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Bocciaveisla á Akureyri

Nýverið fóru Íslandsmót og Hængsmót í boccia fram saman á Akureyri en tilefni fyrir þessu …