Heim 1. tbl 2023 Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín

Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Sonja með tvö ný Íslandsmet í Berlín
0
861

Opna þýska meistaramótið stendur nú yfir í Berlín í Þýskalandi þar sem fjórir afrekssundmenn úr röðum fatlaðra eru mættir til keppni. Fyrsti keppnisdagur fór fram í gær þar sem Sonja Sigurðardóttir frá ÍFR setti tvö ný Íslandsmet í flokki S3 (hreyfihamlaðir).

Sonja synti þá á 2:36,09 mín. í 100m skriðsundi og 5:14,93 mín. í 200m skriðsundi. Sonja bætti þar verulega metin sín frá opna breska meistaramótinu fyrr á þessu ári. Þá kepptu Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR og Guðfinnur Karlsson, Firði einnig í gær þar sem bæði náðu sínum besta árangri á tímabilinu til þessa. Annar keppnisdagur stendur nú yfir en með þeim ytra er einnig Hjörtur Már Ingvarsson sundmaður úr Firði í Hafnarfirði.

Mynd/RR: Sonja Sigurðardóttir, ÍFR, alsæl með metin í Berlín.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…