Heim 1. tbl 2023 Ingi Björn og Ástvaldur Norðurlandameistarar í boccia

Ingi Björn og Ástvaldur Norðurlandameistarar í boccia

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ingi Björn og Ástvaldur Norðurlandameistarar í boccia
0
535

Norðurlandameistaramót fatlaðra í Boccia 2023

Dagana 5. og 6. maí fór fram Norðurlandameistaramót fatlaðra í Boccia í Vejen Danmörku. Fimm íslenskir keppendur létu vel að sér kveða við mótið og komu heim með tvo Norðurlandameistaratitla í farteskinu.

Ingi Björn Þorsteinsson frá ÍFR og Ástvaldur Bjarnason frá NES urðu báðir Norðurlandameistarar en árangur íslenska hópsins má sjá hér að neðan. Til hamingju Ingi Björn og Ástvaldur!

• Í klassa 1 einstakklingskeppni vann Ingi Björn Þorsteinsson ÍFR til Gullverðlauna.
• Í rennuflokki, klassi 1 m/rennu, parakeppni í sameiginlegu liði Íslands, Danmerkur og Færeyja vann Ástvaldur Bjarnason, Nes til Gullverðlauna. Aðrir leikmenn liðsins voru Áki Joensen frá Færeyjum og Tanja Madsen frá Danmörk
• Í Klassa 2 parakeppni unnu Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku og Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR til Brons verðlauna.
• Í Klassa 3S, sem er klassi 3 sitjandi, parakeppni í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur vann Sigrún Friðriksdóttir, Akri til Bronsverðlauna. Meðspilari hennar var Jesper Trentemøller frá Danmörk.
Í klassa 4 einstaklingskeppni sem er fjölmennasti klassinn, keppti Jósef W Daníelsson, Nes. Hann vantaði herslumuninn upp á að komast í úrslit.

Mótið er haldið annað hvert ár og verður haldið á Íslandi að tveimur árum liðnum eða í maí 2025.

Myndir/ Karl Þorsteinsson – Á efri myndinni er íslenski hópurinn samankominn við lokahóf Norðurlandamótsins en á þeirri neðri er Ingi Björn Norðurlandameistari og Aðalheiður Bára Steinsdóttir frá Grósku í Skagafirði.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stu…