Í nótt keppir Hilmar Snær Örvarsson í sinni fyrstu grein á Vetrar Paralympics í Peking. Hilmar verður þá á meðal keppenda í standandi flokki í stórsvigi en hin greinin hans og jafnframt sú sterkasta er svig. Keppnin hjá Hilmari í stórsvigi hefst kl. 08.30 að staðartíma 10. mars en þá verður klukkan 00.30 að staðartíma 9. mars heima á Íslandi.
Hvatisport.is tók hús á Hilmari úti í Kína og við lögðum bara fyrir hann lauflétta spurningarunu, kynnumst aðeins betur Hilmari Snæ Örvarssyni:
Nafn: Hilmar Snær Örvarsson
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Taken
Menntun/starf: Búinn með stúdentinn og er á öðru ári í læknisfræðilegri verkfræði í Háskóla Íslands
Íþróttir: Skíði, golf og crossfit
Félag: Skíðadeild Víkings
Hvenær byrjaðir þú að æfa skíði: Desember 2010
Besta minningin af skíðaferlinum: Vinna heimsbikarmótið í Zagreb 2020.
Besti skíðamaður allra tíma: Marcel Hirscher
Besta skíðakona allra tíma: Mikaela Shiffrin
Hvort er skemmtilegra, stórsvig eða svig, af hverju: Svig allann daginn. Af því að sú grein hentar betur einfættum skíðamanni og svo er það bara skemmtilegri greinin sama hvað aðrir segja.
Hvernig finnst þér skíðaaðstæðurnar á Paralympics: Mjög flottar brekkur og snjórinn mjög góður.
Hvað er svo í framtíðinni fyrir Hilmar Snæ: Hafa gaman og njóta lífsins.
Uppáhalds leikari: Ryan Reynolds
Uppáhalds leikkona: Meghan Markle
Uppáhalds matur: Sushi
Uppáhalds matsölustaður: Sushi Social
Uppáhalds staður á Íslandi: Bláfjöll
Uppáhalds staður erlendis: Skíðasvæðið í Kutai
Bíó eða leikhús: Bíó
Samsung eða iPhone: iPhone
Blue Lagoon eða Sky Lagoon: Blue Lagoon