Heim Paralympics 2024 París Paralympics 2024: Games Wide Open

Paralympics 2024: Games Wide Open

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Paralympics 2024: Games Wide Open
0
503

Um helgina 25.-27. ágúst fer fram aðalfararstjórafundur í París, Frakklandi sem liður í undirbúningi fyrir Paralympics 2024. Jón Björn Ólafsson íþrótta- og fjölmiðlafulltrúi ÍF er viðstaddur fundinn fyrir Íslands hönd en næsta mánudag verður því fagnað að akkúrat ár er þangað til að opnunarhátíð Paralympics fer fram í borginni.

Opnunarhátíðin verður mikið sjónarspil en hún fer ekki fram á íþróttaleikvangi eins og oftast hefur verið heldur á hinum margfræga Avenue des Champs-Élysées.

Þessa leika er slagorð heimamanna í Frakklandi „Games Wide Open” sem á að vísa til þess að aðgengi að viðburðum og þátttaka almennings geti verið sem víðtækust í þessari miklu íþróttahátíð. Eins og lög gera ráð fyrir eru bæði Ólympíuleikarnir og Paralympics í París 2024 og hefst hátíðin með Ólympíuleikunum frá 26. júlí 2024 til 11. ágúst. Að Ólympíuleikum loknum hefjast svo Paralympics þann 28. ágúst og lýkur þeim 8. september.

Prufuviðburðir í borginni hafa gengið vel og má nefna að nýverið var þríþrautarmót haldið í miðborginni en fjöldi greina mun fara fram við sögufræg mannvirki á borð við Eiffel-turnininn og víðar. Búist er við fjölmennustu Paralympics til þessa með þátttöku 4400 íþróttamanna og að áhorfendur telji um 3,4 milljónir í heildina. Keppnisstaðir verða 19 talsins og keppnisdagarnir 11 og undirbúningsnefnd leikanna gerir ráð fyrir allt að 3000 starfsmenn í fjölmiðlum greini frá leikunum.

Það er ósk heimamanna í Frakklandi að „Games Wide open” verði vel til þess fallið að kynna ParaSport (íþróttir fatlaðra) fyrir almenningi og taka þátt í viðburðinum:

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In Paralympics 2024 París
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…