Heim Paralympics 2024 París Blindraknattspyrna við Eiffel-turninn

Blindraknattspyrna við Eiffel-turninn

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Blindraknattspyrna við Eiffel-turninn
0
302

Paralympics 2024 fara fram 28. ágúst – 8. september í París í Frakklandi. Á mánudag er eitt ár þangað sjálf opnunarhátíð leikanna fer fram en eins og mörgum er kunnugt eru Paralympics stærsta afreksíþróttamót afreksfólks úr röðum fatlaðra.

Parísarborg er sögufræg risaborg og af því tilefni hafa heimamenn í undirbúningsnefnd leikanna ákveðið að fjöldi íþróttagreina muni fara fram við sögufræga minnisvarða víðsvegar um borgina. Sem dæmi má nefna að keppni í blindraknattspyrnu fer fram við Eiffel-turninn þar sem sett verður upp tæplega 13.000 manna áhorfendaaðstaða tímabunið á meðan leikunum stendur – sjá mynd með frétt.

Eiffel-turninn er einn af frægari minnisvörðum Frakka en hann heitir í höfuðið á hönnuði sínum, Gustave Eiffel. Smíði turnsins hófst árið 1887 og tók aðeins 22 mánuði að fullklára. Færri vita að heimamenn kalla Eiffel-turninn oftar en ekki „La dame de fer” eða „Járnfrúin.” Turninn er 330 metra hár og árlega eru milljónir sem heimsækja hann. Það er því óhætt að segja Blindra-knattspyrnuleikirnir á Paralympic 2024 verði minnisstæðir.

Keppni í hestaíþróttum á Paralympics 2024 verður ekki síður mikið sjónarspil en keppnisvöllurinn verður í Versölum en Versalir eru fyrrum íverustaðir Frakklandskonunga og voru reistir af Louis XIV betur þekktur sem Loðvík 14. Milljónir heimsækja Versali árlega en höllin er í dag undir stjórn franska menningarráðuneytisins.

Vert er að geta þess að Ísland mun seint taka þátt í keppni í hestaíþróttum á Paralympics þar sem íslenski hesturinn þykir fremur smár fyrir þær þrautabrautir sem eru við leikana. Hitt er þó annað með blindraknattspyrnuna og væri það gaman að ef framtíðarleikar innihéldu íslenskt knattspyrnulið skipað knattspyrnufólki úr röðum blindra/sjónskertra.

Hér er hægt að nálgast lista yfir allar þær greinar sem í boði verða á Paralympics 2024.

Heimasíða Paralympics 2024

Myndir/ Efri mynd: Tölvuteikning af knattspyrnuvellinum við Eiffel-turninn og á neðri mynd er tölvuteiknuð mynd af keppnissvæðinu í hestaíþróttum við Versali.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In Paralympics 2024 París
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…