Heim 1. tbl 2023 Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir

Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Málþing um keppnisíþróttir fólks með þroskahamlanir
0
836

Íþróttasamband fatlaðra, Special Olympics og Háskólinn í Reykjavík efna til málþings um keppnisíþróttir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu.

Málþingið er opið öllum en sérstaklega ætlað þeim sem starfa með íþróttafólki með þroskahömlun og einhverfu.

Málþingið verður laugardaginn 18. febrúar í Háskólanum í Reykjavík í stofu M122 á milli klukkan 13:00 – 16:30. 

Þarna verður fjallað um þær mismunandi keppnir sem eru í boði bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi.

Farið verður í gegnum leiðbeiningar um hvernig best er að þjálfa einstaklinga með þroskahömlun og einhverfu.

Í lokin verða hópumræður um hvert við getum stefnt og hvernig við getum lært hvert af öðru.

Á myndinni hér að ofan má sjá kraftlyfingakonuna Huldu Sigurjónsdóttur  fagna góðri lyftu. 

Dagskrá

13:00    Setning málþings. Ingi Þór Einarsson, HR

13:05     Anna Karólína Vilhjálmsdóttir. ÍF og Ingi Þór Einarsson, HR

Hvaða íþróttakeppnir eru í boði innanlands fyrir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu?

Hvaða skilyrði eru fyrir þátttöku á þessum mótum?

13:20     Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, ÍF og Ingi Þór Einarsson, HR

Hvaða íþróttakeppnir eru í boði á alþjóðlega fyrir einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu?

Alþjóðasamtök: SPECIAL OLYMPICS, VIRTUS og IPC

13:45     Ingi Þór Einarsson, HR

Hvaða skilyrði eru fyrir þátttöku á þessum mótum?

Flokkunarkerfi;  SPECIAL OLYMPICS ,  VIRTUS  og  IPC

14:30     KAFFIHLÉ

14:45     Ingi Þór Einarsson og Gunnar Ingi Garðarsson og Snorri Örn Birgisson, nemar í HR

Hvernig er best að þjálfa einstaklinga með þroskahamlanir og einhverfu

15:15     Hópvinna.    Hópstjórar; Ingi, Gunnar og Snorri.

Umræður í hópum um hvað við getum gert betur og hvernig við getum lært hvert af öðru

16:00     Allir

Samantekt og umræður um næstu skref

16:30     Lok málþings

Ókeypis aðgangur

Vinsamlega staðfestið skráningu HÉR fyrir miðvikudaginn 15. febrúar 2023 

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sigurjón vann annað árið í röð: Ingi Björn og Ásvtaldur meistarar í rennu- og BC 1-4

Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í einliðaleik í boccia lauk seinnipartinn á sunnudag …