Heim 2. tbl. 2024 Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld

Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld
0
180

Lokahátíð Paralympics fer fram á hinum margfræga Stade de France í kvöld. Þar með lýkur risa íþróttaveislu sem hófst með setningu Ólympíuleikanna og tekur enda með lokahátíð Paralympics. 

Fimm íslenskir kepependur voru fulltrúar Íslands við Paralympics og verða þau öll þátttakendur í lokhátíð kvöldsins. Keppendur Íslands voru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir en hópurinn setti alls fjögur ný Íslandsmet á mótinu! 

Við lokahátíðina í kvöld verða leikarnir formlega afhentir Bandaríkjamönnum sem halda munu næstu Ólympíuleika og Paralympics í Los Angeles árið 2028. Hægt verður að fylgjast með lokahátíðinni í beinni á RÚV2 kl. 18.30.

Mynd/ Laurent Bagins: Team Iceland í Paralympic-þorpinu.
Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ólafur Ólafsson — Kveðja

Jarðarför Ólafs Ólafssonar, formanns íþróttafélagsins Aspar fór fram í kyrrþey föstudaginn…