Heim 2. tbl. 2024 Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld

Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Lokahátíð Paralympics á Stade de France í kvöld
0
810

Lokahátíð Paralympics fer fram á hinum margfræga Stade de France í kvöld. Þar með lýkur risa íþróttaveislu sem hófst með setningu Ólympíuleikanna og tekur enda með lokahátíð Paralympics. 

Fimm íslenskir kepependur voru fulltrúar Íslands við Paralympics og verða þau öll þátttakendur í lokhátíð kvöldsins. Keppendur Íslands voru þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir en hópurinn setti alls fjögur ný Íslandsmet á mótinu! 

Við lokahátíðina í kvöld verða leikarnir formlega afhentir Bandaríkjamönnum sem halda munu næstu Ólympíuleika og Paralympics í Los Angeles árið 2028. Hægt verður að fylgjast með lokahátíðinni í beinni á RÚV2 kl. 18.30.

Mynd/ Laurent Bagins: Team Iceland í Paralympic-þorpinu.
Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Áfram ALLIR MEÐ

Laugardalshöllinn iðaði af lífi og fjöri laugardaginn 8. nóvember þegar ALLIR MEÐ leikarni…