Heim 1. tbl 2022 - ÍF Íþróttasamband fatlaðra 43 ára

Íþróttasamband fatlaðra 43 ára

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íþróttasamband fatlaðra 43 ára
0
909

Í dag 17. maí fagnar Íþróttasamband fatlaðra 43 ára afmæli sínu. Sambandið var stofnað þennan dag 17. maí árið 1979. Stofnfundur ÍF var haldinn að Hótel Loftleiðum þar sem Gísli Halldórsson þáverandi forseti ÍSÍ setti fundinn og stjórnaði.



Sigurður Magnússon var kjörinn fyrsti formaður ÍF við fundinn og gegndi því starfi til ársins 1984 en þá tók Ólafur Jensson við formennsku. Ólafur var formaður ÍF til ársins 1996 og við því starfi tók svo Sveinn Áki Lúðvíksson sem var formaður allt til ársins 2017. Núverandi formaður Þórður Árni Hjaltested tók við embættinu af Sveini Áka og gegnir enn í dag embætti formanns ÍF.



Hér má nálgast bókina „Stærsti sigurinn“ sem gerir íþróttasögu fatlaðra góð skil eða 25 fyrstu árum þeirra hér á Íslandi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2022 - ÍF
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…