Norðurlandameistaramót fatlaðra í Boccia 2023
Dagana 5. og 6. maí fór fram Norðurlandameistaramót fatlaðra í Boccia í Vejen Danmörku. Fimm íslenskir keppendur létu vel að sér kveða við mótið og komu heim með tvo Norðurlandameistaratitla í farteskinu.
Ingi Björn Þorsteinsson frá ÍFR og Ástvaldur Bjarnason frá NES urðu báðir Norðurlandameistarar en árangur íslenska hópsins má sjá hér að neðan. Til hamingju Ingi Björn og Ástvaldur!
• Í klassa 1 einstakklingskeppni vann Ingi Björn Þorsteinsson ÍFR til Gullverðlauna.
• Í rennuflokki, klassi 1 m/rennu, parakeppni í sameiginlegu liði Íslands, Danmerkur og Færeyja vann Ástvaldur Bjarnason, Nes til Gullverðlauna. Aðrir leikmenn liðsins voru Áki Joensen frá Færeyjum og Tanja Madsen frá Danmörk
• Í Klassa 2 parakeppni unnu Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku og Ingi Björn Þorsteinsson, ÍFR til Brons verðlauna.
• Í Klassa 3S, sem er klassi 3 sitjandi, parakeppni í sameiginlegu liði Íslands og Danmerkur vann Sigrún Friðriksdóttir, Akri til Bronsverðlauna. Meðspilari hennar var Jesper Trentemøller frá Danmörk.
Í klassa 4 einstaklingskeppni sem er fjölmennasti klassinn, keppti Jósef W Daníelsson, Nes. Hann vantaði herslumuninn upp á að komast í úrslit.
Mótið er haldið annað hvert ár og verður haldið á Íslandi að tveimur árum liðnum eða í maí 2025.
Myndir/ Karl Þorsteinsson – Á efri myndinni er íslenski hópurinn samankominn við lokahóf Norðurlandamótsins en á þeirri neðri er Ingi Björn Norðurlandameistari og Aðalheiður Bára Steinsdóttir frá Grósku í Skagafirði.