Heim 2. tbl 2021 ÍF og Össur í 30 ár

ÍF og Össur í 30 ár

3 min read
Slökkt á athugasemdum við ÍF og Össur í 30 ár
0
1,072

Íþróttasamband fatlaðra og Össur endurnýjuðu á dögunum langt og farsælt samstarf. Nýr samningur gildir til og með Paralympics í París árið 2024. Með þessu verður Össur áfram einn helsti samstarfs- og styrktaraðili Íþróttasambands fatlaðra og áfram einn af þeim elstu. Fyrsti samningur milli ÍF og Össurar var einmitt undirritaður árið 1991. 

Viðstaddur við gerð samningsins var einnig afreksskíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem á dögunum var valinn inn í Team Össur. Liðið er skipað mörgu af fremsta íþróttafólki fatlaðra í heiminum sem öll eiga það sameiginlegt að notast við framleiðslu Össurar í keppni og eða sínu daglega lífi. Hilmar verður þar með aðeins annar Íslendingurinn í Team Össur en fyrstur var frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson sem m.a. afrekaði það á ferli sínum að keppa á tveimur Paralympics og verða bæði heims- og Evrópumeistari.  

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF og Jóhann Arnarson varaformaður ÍF voru viðstaddir undirritun nýja samningsins ásamt Hilmari Snæ Örvarssyni afreksíþróttamanni.  

Nú þegar margir íþróttamenn hafa verið að koma sér í gang að nýju eftir Tokyo Paralympics þá er Hilmar Snær Örvarsson í óðaönn við að undirbúa þátttöku sína í Vetrar Paralympics sem fram fara í Peking í marsmánuði. Þar mun Hilmar keppa í svigi og stórsvigi sem eru hans sterkustu greinar.  

Stjórn og starfsfólk fagnar nýjum samningi með Össuri enda er það ÍF gríðarlega mikilvægur liður í starfinu að hafa öflugt fólk og fyrirtæki með í baráttunni.

Mynd/ JBÓ – Frá vinstri Jóhann Arnarson, Þórður Árni Hjaltested, Hilmar Snær Örvarsson og Jón Sigurðsson.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…