Heim 2. tbl 2021 Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga

Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga
0
513

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hafnaði í 2. sæti á Íslandsmóti öldunga í C5M Compound í karlaflokki 50 ára og eldri. Þorsteinn lenti í hörku úrslitaeinvígi gegn Alberti Ólafssyni á mótinu.


Íslandsmótið fór fram í Bogfimisetrinu 13.-14. nóvember síðastliðinn en skotið var af 18m færi innandyra. Í úrslitaviðureigninni var Þorsteinn með 138 stig en Albert 140. Þorsteinn sem nýverið skipti yfir í Íþróttafélagið Akur er nú kominn á fullt við undirbúning fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í febrúarmánuði 2022 í Dubai.


Árið 2016 varð Þorsteinn fyrstur Íslendinga til þess að keppa á Paralympics í bogfimi en hann missti svo af tækifærinu til þess að tryggja sér pláss á Paralympics í Tokyo.


Öll nánari úrslit öldungamótsins má nálgast hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Íslensk Getspá og ÍF framlengja samstarfinu

Nýlega endurnýjuðu Íslensk Getspá og Íþróttasamband fatlaðra samstarfssamning varðandi stu…