Helgina 24. – 26. maí hélt skautadeild Aspar með stuðningi frá Special Olympics á Íslandi og Skautasambandi Íslands. Icecup – Camp 2024.
Ice Cup Camp eru alþjóðlegar skautabúðir sem 9 þjóðir utan Íslands sóttu. Í búðunum fór engin keppni fram en var öll umgjörðin í líkingu við keppni þar sem sumir voru að spreyta sig á alþjóðlegu sviði í fyrsta sinn. Samhliða Icecup var haldið IJS dómaranámskeið fyrir þá dómara sem komu og tóku þátt í búðunum.
Allir sem mættu á viðburðinn fengu kynningu um LETR verkefnið ásamt verkefninu Allir með.
Fyrsta dag búðanna fór fram stórkostleg opnunarhátíð. Hr. Guðni Th. Jóhannesson mætti og sagði nokkur orð þar sem hann setti búðirnar formlega efti stað eftir að allir þáttakendur höfðu fylgt sínum þjóðfána inn á skautasvellið. Í kjölfarið var kveikt á Loga Vonarinnar (Flame of Hope) sem logaði á meðan búðirnar stóðu yfir. Sendiherrar Bandaríkjanna og Þýskalands nutu opnunarhátíðarinnar þar sem þeir voru uppnumdir af hrifninfu yfir opnunaratriðum og þáttakendum.
Á seinasta degi búðanna var farin vináttuferð á Gullfoss og Geysi sem endaði á sameiginlegri máltíð. Búðirnar tókust einkar vel og mörg tengsl mynduðust við aðrar þjóðir. Það var einstaklega gaman að finna fyrir vilja allra til að gera Special Olympics meira áberandi og efla skautaíþróttina enn meira með samvinnu þjóða á milli. Þess má geta að á hluta undirbúningstímans og yfir allar búðirnar voru nemendur frá Kvikmyndaskóla Íslands að taka upp myndefni sem sett verður saman sem heimildaþáttur fyrir alla þá er stóðu að búðunum. Þó svo að búðunum sé lokið þá er rúsínan í pylsuendanum eftir með útgáfu þáttarins.
Hið mesta þakklæti má bera til Þeirra Helgu Ólsen og Evu Hrund fyrir þeirra vinnu við að undirbúa og skipuleggja þessar frábæru búðir,Icecup 2024, og gera þær að veruleika.