Heim 1. tbl. 2024 Íslandsmót í frjálsum fer fram á Akureyri.

Íslandsmót í frjálsum fer fram á Akureyri.

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Íslandsmót í frjálsum fer fram á Akureyri.
0
275

Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss fer fram á Akureyri dagana 29. – 30. júní.

Það verður sannkölluð frjálsíþróttaveisla fyrir norðan þar sem mótið fer fram á sama tíma og meistaramót íslands ófatlaðra, MÍ. Mótshaldari að þessu sinni er félagið UFA, Ungmennafélag Akureyrar, og sjá þeir um framhvæmd mótsins samhliða MÍ.

Margt af okkar flotta afreksfólki mun taka þátt á mótinu, þar á meðal þær Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Stefanía Daney Gumundsdóttir sem eru nýkomnar heim frá Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum sem fór fram í Japan.

Hægt er að nálgast keppnisdagskrá mótsins hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Fimm sæmd heiðursmerkjum á 50 ára afmæli ÍFR

Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík var haldinn á 50 ára afmælisdag félagsins þa…