Heim 1. tbl. 2024 Það styttist í Allir með leikana 2024

Það styttist í Allir með leikana 2024

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Það styttist í Allir með leikana 2024
0
294

Allir með leikarnir er hluti af verkefninu Allir með sem gengur út á að fjölga tækifærum fyrir börn með fatlanir í íþróttum.

Markmið með leikunum er að kynna íþróttir fyrir þessum hópi og um leið að gera verkefnið sýnilegra í samfélaginu.

Leikarnir fara fram laugardaginn 9. nóvember bæði í Laugardalshöllinni og fimleikasal Ármanns og eru öll börn með fatlanir velkomin.

Íþróttaálfurinn mætir á svæðið. Allir þátttakendur fá brúsa merktan leikunum og boðið verður upp á pitsuveislu í hádeginu þar sem einnig verða kynningar á öðrum íþróttagreinum. Deginum líkur svo með dúndrandi diskói.

Öll fjölskyldan er velkomin með.

Þáttökugjald á leikana 1.500 kr,  skráning fer fram hér

Leikarnir eru samstarfsverkefni og þeir aðilar sem koma að framkvæmd þess eru: Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands, Handboltasamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Allir með Leikarnir

Laugardaginn 9. nóvember fara fram Allir með leikarnir sem verður sannkölluð íþróttaveisla…