Heim 1. tbl 2022 FARSÆLT SAMFÉLAG FYRIR ALLA   –   Bjóðum öll börn velkomin í íþróttastarfið.

FARSÆLT SAMFÉLAG FYRIR ALLA   –   Bjóðum öll börn velkomin í íþróttastarfið.

16 min read
Slökkt á athugasemdum við FARSÆLT SAMFÉLAG FYRIR ALLA   –   Bjóðum öll börn velkomin í íþróttastarfið.
0
668

Fimmtudaginn 7. apríl 2022 var mikill mannauður samankomin á Hilton Nordica en þar fór fram ráðstefna undir heitinu „Farsælt samfélag fyrir alla“  Meginþema ráðstefnunnar var „Tækifæri barna og ungmenna í íþróttastarfi“

Ráðstefnan var haldin í samstarfi þriggja ráðuneyta, félags og vinnumarkaðsráðuneytis, mennta og barnamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Í stýrihóp verkefnisins var  fulltrúi félags og vinnumarkaðsráðuneytis, Íþróttasambands fatlaðra, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags Íslands. Þverfaglegt samstarf ráðuneyta og samtaka var því rauður þráður í undirbúningi og skipulagi dagskrár ráðstefnunnar. Ráðherrarnir, Ásmundur Einar Daðason, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Willum Þór Þórsson ávörpuðu gesti og lögðu allir áherslu á að skapa þyrfti aðstæður fyrir öll börn, til að upplifa þá gleði og ánægju sem fylgt getur íþróttastarfi og félagslegum samskiptum. Ávörp fluttu einnig Valgerður Rúnarsdóttir lögfr… …. sjá texta efst, setja hann inn hér

Í upphafi ráðstefnu voru þær Ruth Jörgensdóttir Rauterberg frá Menntavísindasviði HÍ og Sunna Ágústsdóttir, frá ungmennaráði Þroskahjálpar með erindi um „inngildingu“ út frá því hvaða sjónarhorn skipti máli við innleiðingu.

Þverfaglegt samstarf er stefna til framtíðar og forsenda árangurs og á ráðstefnunni var lögð áhersla á þennan þátt.  Aukið og markvisst samstarf IF, ISI, UMFÍ, sveitarfélaga, ríkis, ŌBÍ og Þroskahjálpar er mikilvægt skref og kallar á aukna ábyrgð fleiri aðila á þessu máli.

Ráðstefnan var á margan hátt einstök og kallaði fram raddir ólíkra hagsmunahópa.

Horft var sérstaklega á börn með fötlun eða frávik, börn sem af einhverjum ástæðum hafa ekki fallið í hópinn eða ekki fengið tækifæri til þátttöku með sínum jafnöldrum. 

Fyrirlesarar fengur flestir 5 mínútur til að kynna verkefni eða segja sögur og óhætt er að fullyrða að fjölbreytileikinn var allsráðandi á sviðinu. Þjálfarar, formenn íþróttafélaga, foreldrar, íþróttafólk, skólastjórnendur, kennarar og aðrir voru með mjög áhugaverð innlegg og ábendingar.  Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olympics á Íslandi og þróunarsviðs ÍF stýrði panel þar sem lögð var fram spurningin; Hvar liggja tækifærin – hvað er hægt að gera til að auka virka þátttöku?  Þátttakendur voru Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ,  Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Þórður Árni Hjaltested,  formaður IF.  Þeir komu fram með ýmsar hugmyndir og voru sammála um að öll íþróttahreyfingin þyrfti að að vinna saman ef árangur ætti að nást.

Lykilþáttur í allri umræðu á ráðstefnunni var hlutverk þjálfara og mikilvægi þess að fá góðar móttökur þegar barn stígur inn í íþróttastarfið. Ítrekað kom fram mikilvægi þess að þjálfarar fái stuðning sé þörf á því t.d. aðstoðarþjálfara eða aðstoðarmann með iðkanda.

Íþróttafélög, sveitarfélög og ríki þurfa að vinna saman að úrlausn. Stuðningsúrræði getur ráðið úrslitum um þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfinu. 

Í lok ráðstefnu stýrði Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur hjá félags og vinnumarkaðsráðuneytinu verkefnum vinnuhópa. Tekin voru fyrir málefni tengd íþróttahreyfingunni, félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Hver hópur lagði fram sínar tillögur og þann 19. maí var haldinn annar vinnufundur þar sem unnið var úr helstu niðurstöðum. Úrvinnsla heldur áfram og niðurstöður kynntar nánar haustið 2022

Nánar má hlusta á streymi ráðstefnunnar en hér er örkynning á efni sem tekið var fyrir;

  • Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður vakti mikla athygli fyrir sitt innlegg. Hann lét ekkert stoppa sig í að æfa þær íþróttir sem hann hafði áhuga á sem barn og unglingur og er frábær fyrirmynd.
  • Sigrún Birgisdóttir frá Einhverfusamtökunum ítrekaði gildi þess að allir gætu valið þá íþróttagrein sem hugur stæði til. Þau áhrif sem íþróttaiðkun getur haft á félagsleg tengsl er ekki síst gífurlega mikilvæg fyrir iðkendur með einhverfu.
  • Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona og peppari talaði um sinn íþróttaferil, sigra og áskoranir og mikilvægi þess að hvetja aðra til dáða.
  • Sólný Pálsdóttir móðir drengs með down syndrom lagði áherslu á snemmtæka íhlutun og hve mikilvægt væri að hafa aðgengi að góðu fagfólki fyrir ung börn. Hún sagði umgjörðina um son sinn, jafnt gott fagfólk, opið samfélag og góða þjálfara vera grundvöll árangurs. Hann hefði upplifað sig velkomin, jafnt í íþróttastarfinu sem utan.
  • Sylvía Guðmundsdóttir, formaður íþróttafélagsins Ægis kynnti verkefni fyrir börn og nýjar hugmyndir sem hún vann að til að efla þátttöku barna og ungmenna með frávik.
  • Kristinn Jónasson, körfuboltaþjálfari minnti á gildi þess að þjálfarar gæfu hverjum og einum einstaklingi svigrúm til að sýna styrkleika sína og fá að vera hluti af hópi.
  • Eiríkur Helgason, hjólabrettamaður kynnti merkilegt starf á Akureyri þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í hjólabrettaæfingum.
  • Gréta Brands knattspyrnuþjálfari barna, lagði áherslu á að þjálfarar þyrftu að taka vel á móti hverju barni og að hægt væri að aðlaga allar æfingar að mismunandi hópi.
  • Gunnar Pétur Harðarson, sýndi myndband frá einkaþjálfun íþróttafólks með fötlun en hann sérhæfir sig á því sviði. 
  • Melkorka Rán Hafliðadóttir, frjálsíþróttaþjálfari sagði frá starfi sínu með börn og ungmenni og benti þjálfurum á að hver og einn iðkandi þarf sérþjálfun, hvort sem hann er fatlaður eða ófatlaður
  • Eva Gunnarsdóttir, fimleikaþjálfari sagði frá starfi sínu með fimleikahóp iðkenda með sérþarfir og þau tækifæri sem íþróttin hefur gefið íslenskum iðkendum
  • Hjördís Baldursdóttir og Hámundur Helgason, kynntu samstarfsverkefni Keflavíkur og UMFN þar sem unnið er að íþróttatilboðum fyrir börn með stuðningsþarfir
  • Karitas S Ingimarsdóttir, íþróttafræðingur sagði frá mjög áhugaverðu starfi í leikskólanum Glaðheimum en þar er markviss hreyfiþjálfun í stöðugri þróun
  • Birna Varðardóttir, næringarfræðingur kynnti verkefni tengt íþróttafólki með fötlun og áhrif næringar á þessa iðkendur
  • Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, fulltrúi ÍF, kynnti sérhannaðan búnað fyrir hreyfihamlaða og ítrekaði gildi þess að nýta búnað til að opna á þátttöku allra
  • Helga Olsen skautaþjálfari kynnti mjög markvissa æfingaáætlun og hvatakerfi og sagði frá starfi sínu hjá Skautadeild Aspar
  • Bára Fanney Hálfdánardóttir, sálfræðingur og þjálfari var með athyglisverða ábendingu til þjálfara, að sýna þolinmæði og gefa iðkanda tíma til að virkja seiglu og lærdómsferli sem oft getur tekið tíma að vinna með en skilar sér hratt.
  • Jóhann Arnarsson, deildarstjóri á starfsbraut FB sagði frá hjólaverkefni sem unnið hefur verið að og sem skilað hefur glöðum nemendum út í lífið
  • Elsa Skúladóttir deildarstjóri og Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri Borgarhólsskóla kynntu verkefni sem byggir á því að tengja hreyfingu við nám i sérdeild grunnskóla. Árangur er mjög góður og hefur m.a skilað sér í aukinni almennri hreyfingu utan skipulagðra tíma
  • Magnús Orri Arnarsson, var með hvatningarorð til ráðstefnugesta, – allt er hægt
  • Dr Ingi Þór Einarsson sagði frá rannsóknum sem tengjast íþróttastarfi fatlaðra
  • Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, Múlaþingi kynnti verkefni sem unnið hefur verið að í Múlaþing með það að markmiði að auka samstarf og efla þátttöku
  • Ludvig Guðmundsson, læknir var með skýr skilaboð um mikilvægi íþróttastarfs
Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2022
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…