Íslandshótel hf. og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) hafa gert með sér samning um samstarf og stuðning hótelanna við starfsemi ÍF. Þannig bætist Íslandshótel hf. nú í hóp þekktra fyrirtækja sem stutt hafa dyggilega við íþróttir fatlaðra hér á landi og renna styrkari stoðum um starfsemi sambandsins. Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, sem undirritaði samninginn fyrir hönd ÍF, sagði það mikið …