Undirbúningur er í fullum gangi fyrir þátttöku Íslands á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu 8 – 15. mars 2025. Hér má sjá íslenska hópinn sem stefnir til Ítalíu. Hér er mikill mannauður samankominn en auk keppenda eru hér fararstjórar, liðstjórar og þjálfarar ólíkra greina, læknir, lögreglukona og fjölmiðlateymi. Með ólík hlutverk en sama markmið, að keppendur njóti einstakrar upplifunar …