Íslands- og unglingameistaramótið í 50m laug fór fram í Laugardalslaug um síðustu helgi. Mótið er haldið í samstarfi SSÍ og ÍF og var umgjörðin í öruggum og öflugum höndum alla helgina. Glæsilegt mót í alla staði. All féllu sex ný Íslandsmet í flokkum sundmanna með fatlanir þar sem Snævar Örn Kristmannsson var í miklum ham og setti fimm ný met. …