Kynning á Allir með Síðastliðinn laugardag var haldin skemmtileg kynning á Allir með verkefninu í Kringlunni. Verkefnið og staða þess var kynnt og svo tilgangur þess og markmið. Sérstök áherslar var á að kynna Íslandsleikana sem verða á Selfossi 29. -30. mars og svo nýtt verkefni sem er að fara af stað þessa dagana. ÍR í Breiðholti og Fjölnir í …
Helgina 22-23 febrúar er þétt dagskrá þar sem tvenn Íslandsmót verða í gangi, í frjálsum og boccia. Íslandmót ÍF í bocca fer fram í Reykjanesbæ í Blue-Höllinni þar sem Nes sér um framkvæmd mótsins. Lokahóf mótsins mun fara fram sunnudaginn 23. febrúar í Hljómahöllinni þar sem boðið verður upp á góðan mat, skemmtikrafta og hljómsveit. Íslandsmót ÍF í frjálsum innanhúss …
Kynning verður á verkefninu Allir með í Kringlunni á laugardag á milli klukan 14:00 – 15:00. Sérstök áhersla verður á kynningu á hjólastólakörfubolta sem er að fara af stað fyrir börn með sérþarfir. Settur verður upp körfuboltavöllur og leikið 2 á 2. Áhorfendur geta fylgst með af tveimur hæðum. Gestir fá að prófa hjólastólana og taka þátt í keppni. Hressing í …
Rut Sigurðardóttir rannsóknarlögreglumaður verður fulltrúi Íslands í alþjóðlegu kyndilhlaupi lögreglu eða Law Enforcement Torch Run (LETR) á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Rut er frá Akureyri en starfar nú í Reykjanesbæ. Hún var beðin að segja aðeins frá sjálfri sér og hér kemur smá yfirlit um þess mögnuðu konu sem er nýr liðsmaður LETR á Íslandi; „Ég er frá Akureyri …
Melkorka Rán Hafliðadóttir er nýr verkefnastjóri afreksmála hjá Íþróttasambandi fatlaðra og landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum. Melkorka hefur frá árinu 2021 sinnt hlutastörfum fyrir ÍF en sumarið 2021 var hún á meðal starfsmanna sem fylgdu íslenska hópnum á Paralympics í Tokyo í Japan. Þar var hún bæði aðstoðarþjálfari og meðlimur í fararstjórn. Kári Jónsson lauk samningi sínum sem landsliðsþjálfari ÍF um …
Samningur um áframhaldandi stuðning við Íþróttasamband fatlaðra var undirritaður í mennta- og barnamálaráðuneytinu í dag. Markmið samningsins er að auka þátttöku fatlaðra í íþróttastarfi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á stuðning við íþróttaiðkun fatlaðra á undanförnum árum. Má þar nefna verkefnið Allir með sem miðar að því að fjölga tækifærum og auka aðgengi fatlaðra að íþróttum. Verkefnið er samstarfsverkefni Íþróttasamband fatlaðra, ÍSÍ …
Malmö Open í borðtennis fór fram dagana 6.-9. febrúar. Það voru þrír keppendur frá Íslandi og kepptu á mótinu en það voru þau Hákon Atli Bjarkason, Jóna Kristín Erlendsdóttir og Volodymyr Cherniavskyi. Í tvíliðaleik fékk Hákon liðsfélaga frá Kanada þar sem þeir lönduðu Silfri. Þeir unnu í riðlinum breskt par þar sem annar leikmaðurinn er bronsverðlaunahafi frá Paralympics í Tókýó …
Leikskólinn Furugrund í Kópavogi hóf í haust innleiðingu á YAP eða Young Athletes Program sem er alþjóðaverkefni í samstarfi Special Olympics International og háskóla í Boston. Verkefnið byggir á markvissri hreyfiþjálfun og markhópur er börn frá tveggja til sjö ára. Special Olympics á Íslandi hóf innleiðingu YAP árið 2015 og frá upphafi var horft til samstarfs við leikskóla. YAP snýr …
Nú er einungis mánuður til stefnu þangað til Íslenski hópurinn heldur til Ítalíu á Heimsleika Special Olympics. Victoría Ósk Guðmundsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd á skíðum á leikunum. Leikarnir fara fram í Turin á Ítalíu dagana 8.-15. mars 2025. Magnús Orri Arnarsson kíkti um daginn upp í Bláfjöll þar sem hann fylgdist með Victoríu þar sem hún var í …