Heim 1. tbl. 2025 Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics
1
676

Fjölmiðla- og íþróttamaðurinn Magnús Orri Arnarson var heiðraður á lokahátíð vetrarleika Special Olympics í Tórínó á Ítalíu í gærkvöldi. Við athöfnina var tilkynnt að Magnús Orri hljóti viðurkenninguna fyrir að vera fyrirmynd, íþróttamaður sem hafi tekið þátt í leikum Special Olympics og haldið áfram að láta drauma sína rætast. Nokkuð þúsund mótsgestir og keppendur voru viðstaddir lokahátíðina sem fór fram í íþróttahöllinni Pala Asti í Tórínó. Önnur lokahátíð fór fram á skíðasvæði leikanna á skíðasvæðinu Siestre í ítölsku Ölpunum. Um 1.500 keppendur eru á leikunum að ótöldum þjálfurum, fjölskyldum og fylgdarliði.

Jón Aðalsteinn og Magnús Orri ásamt Önnu Karólínu, framkvæmdastjóra Special Olympics á Íslandi

Magnús Orri tók þátt í sumarleikum Special Olympics í fimleikum í Abu Dhabi árið 2019. Eftir að hann kom heim bættist hann við í teymið sem gerir sjónvarpsþættina Með okkar augum og notið hafa mikilla vinsælda á RÚV.

Magnús bættist við í hópinn sem gerir sjónvarpsþættina Með okkar augum sem sýndir eru á RÚV eftir sumarleikana í Abu Dhabi og hefur unnið við þá síðan.

Hann og umsjónarfólk Með okkar augum fylgdi íslensku þátttakendunum á sumarleikunum í Berlín árið 2022 og gerði sjónvarpsþátt um leikana fyrir RÚV. Óskað var eftir Magnúsi sérstaklega til að ljósmynda leiðtogaráðstefnu Special Olympics sem fram fór í Berlín í fyrrahaust.  

Magnús Orri og Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ, hafa verið með íslenska hópnum í Tórínó á Ítalíu á meðan vetrarleikunum hefur staðið síðustu tíu daga. Þar voru fimm keppendur í þremur greinum og kepptu þau í alpagreinum, á skautum og í dansi. 

Þeir Magnús og Jón Aðalsteinn mynda svokallað „unified“-fjölmiðlateymi Special Olympics a Íslandi en það samanstendur af einstaklingi með fötlun og öðrum sem ekki er með fötlun. Það er í anda Special Olympics, sem stuðlar að æfingum og keppni og vinnu blandaðra liða, fatlaðra og ófatlaðra. Ýmis verkefni á vegum Special Olympics eru til undir „unified“ -forskeytinu. Þeir Magnús og Jón mynda fyrsta „unified“-fjölmiðlateymið í sögu Special Olympics og vöktu þeir mikla athygli á leikunum 

Frétt: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Samstarf Lionshreyfingarinnar og Special Olympics samtakanna

Grein eftir Guðrúnu Björt Yngvadóttir, fyrrv. Alþjóðaforseti Lions um samstarf Lionshreyfi…