Íþróttasamband fatlaðra og Arion banki hafa framlengt samstarf sitt til næstu fjögurra ára eða til og með Paralympics í Los Angeles 2028. Þar með verður framhald á næstum hálfrar aldar löngu samstarfi sem líkast til er eitt af þeim eldri innan íslensku íþróttahreyfingarinnar. Það voru Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Þórður Árni Hjaltested formaður Íþróttasambands fatlaðra sem skrifuðu undir …