Íslandsmeistaramótið í Bogfimi utandyra var haldið á Hamranesvelli í Hafnarfirði dagana 20-21. júlí í frábæru veðri. Þorsteinn Halldórsson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði (BFHH) vann Íslandsmeistaratitilinn í trissuboga. Þorsteinn ásasmt liðsfélögum sínum í Hróa Hetti tóku einnig Íslandsmeistaratitilinn í félagsliðakeppni trissuboga sem settu einnig Íslandsmetið í félagsliðakeppni í undankeppni mótsins. Í gull úrslitaleiknum í trissuboga (óháð kyni) keppti Þorsteinn …