Heim 1. tbl. 2024 Vésteinn fundar með afrekshópi ÍF

Vésteinn fundar með afrekshópi ÍF

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Vésteinn fundar með afrekshópi ÍF
0
359

Síðastliðinn fimmtudag, 11. júlí, var haldinn hittingur með afrekshópi Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) og voru þar mætt bæði íþróttafólk sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Paralympics, og annað afreksíþróttafólk, sem ekki mun fara á leikana að þessu sinni. Paralympics hefst í lok ágúst.

Vésteinn Hafsteinsson, Afreksstjóri ÍSÍ hélt erindi fyrir íþróttafólkið þar sem hann sagði frá Ólympíuleikunum sem framundan eru og hvatti íþróttafólkið til dáða á sinni vegferð. Brynja Guðjónsdóttir, sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og fararstjóri á Ólympíuleikunum, fór yfir aðstæður á leikunum og í Ólympíuþorpinu og upplýsti um það sem í boði er fyrir íþróttafólkið.

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍF, og Jón Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs ÍF, voru einnig mættir fyrir hönd ÍF og tóku þátt í samverunni. Í framhaldinu voru svo umræður og spurningar frá íþróttafólkinu og létt spjall frá öllum þátttakendum.

Íþróttafólkið sem hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á Paralympics eru Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson, Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir, sem öll keppa í sundi. Ingeborg Eide Garðarsdóttir er sú eina í hópnum sem keppir í frjálsum íþróttum.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hönnun Gunnars Karls prýðir hjólastólavagn Allir með

„Vagninn með þessari hönnun mun fara á fleygiferð um landið eftir áramót og vekja mi…