Kristín Guðmundsdóttir og Björn Valdimarsson voru nýverið sæmd gullmerki Sundsambands Íslands á sundþingi 2023 sem fram fór í húsakynnum ÍSÍ í aprílmánuði.
Í greinargerð sem fylgdi afhendingu gullmerkjana segir:
- Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar fatlaðra, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi. Kristín er fyrsti sunddómari á Íslandi sem komst á lista yfir Alþjóðlega dómara í sundi, það var fyrir rúmlega 30 árum síðan. Kristín hefur starfað í tugi ára sem landsliðsþjálfari hjá ÍF, Íþróttasambandi fatlaðra.
- Björn Valdimarsson formaður Sundráðs Reykjavíkur, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Ísland, en hann hefur starfað í á annan tug ára sem sunddómari á er alþjóðlegur dómari og er starfandi í Dómaranefnd SSÍ.
Íþróttasamband fatlaðra óskar Kristínu og Brini til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. Það er Íþróttasambandi fatlaðra, Sundsambandinu og íþróttahreyfingunni í heild ómetanlegt að njóta krafta einstklinga sem þeirra.