Heim 2. tbl. 2024 Aldrei fleiri þjóðir tekið þátt á Paralympics

Aldrei fleiri þjóðir tekið þátt á Paralympics

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Aldrei fleiri þjóðir tekið þátt á Paralympics
0
490

Paralympics verða settir í París í Frakklandi þann 28. ágúst næstkomandi þegar setningarhátíð leikanna fer fram. Metfjöldi þjóðlanda og metfjöldi kvenna mun taka þátt á Paralympics að þessu sinni!

Alls verða 168 þjóðlönd sem eiga keppendur á leikunum með um það bil 4400 keppendur en 168 keppnisþjóðir er fjölgun um fjórar frá leikunum í London 2012 og Tokyo 2020. Það eru Eritrea, Kribati og Kosovo sem mæta í fyrsta sinn á leikana en fjöldi kvenna að þessu sinni er 1983 samkvæmt síðustu tölum mótshaldara. Alls 1846 kvenkyns keppendur tóku þátt í Tokyo 2020 en það er tvöföldun frá kvenkynskeppendum síðan í Sydney 2000.

Í ár eru það Kínverjar sem eru fjölmennastir þjóða á Paralympics með 282 keppendur og þar á eftir eru Brasilíumenn næstir með 237 í þróttamenn. Heimamenn í Frakklandi eru einnig fjölmennir með keppendur í öllum greinum og þar af 82 konur.

Mynd/ JBÓ – Íslenski hópurinn lenti í París í dag og hófst strax handa við að koma sér fyrir. Konur eru í meirihluta keppenda þessa leika, þrjár og tveir karlar. Áfram Ísland!

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…