Heim 1. tbl 2023 Að leikslokum – Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023

Að leikslokum – Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023

6 min read
Slökkt á athugasemdum við Að leikslokum – Heimsleikar Special Olympics í Berlín 2023
0
742

Lokahátíð heimsleika Special Olympics í Berlín 2023 var 25.júní og keppendur komu til landsins 26.júní. 

Leikarnir í Berlín voru stærsti íþróttaviðburður heims 2023 þar sem voru 7.000 keppendur, 29 íþróttagreinar, 190 þátttökulönd og 22.000 sjálfboðaliðar

Íslenskir keppendur tóku þátt í 10 greinum, badminton, boccia, borðtennis, áhalda og nútímafimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, golfi unified, keilu, lyftingum og sundi. Það var magnað að fylgjast með keppendum sem stóðu sig með eindæmum vel, keppnisdagar voru langir og strangir og margvísleg ný verkefni að takast á við. 

Góðir gestir mættu til Berlínar að fylgjast með leikunum m.a. Elíza Reid forsetafrú og Ásmundur Einar Daðason mennta og barnamálaráðherra sem gengu inn með íslenska hópnum á opnunarhátíðinni.  

120 aðstandendur fylgdust með og hvöttu keppendur áfram og íslenski hópurinn fann alls staðar fyrir velvild og stuðningi. 

Teymið ,,Með Okkar Augum” gerði leikunum mjög góð skil og mun framleiða tvo þætti í kjölfar leikanna. Heimsókn þeirra til Berlínar gladdi hópinn sérstaklega.

Þjálfarateymið var stórkostlegt og gerði ferð keppenda að einstakri upplifun og það var algjört happdrætti að fá til liðs við hópinn, Önu Geppert sem er frá Þýskalandi en býr á Íslandi. Hún ásamt öðrum aðstoðarmanni Uwe Appermeier gengu í öll verk.

Það má fullyrða að þessi ferð hefur ekki aðeins byggst á því að styrkja og reyna á íþróttalega færni heldur hefur sá þáttur sem snýr að félagslegri færni verið mjög krefjandi. Horft er á styrkleika frekar en veikleika, allir njóta virðingar og enginn upplifir sig utangarðs. Margir hafa upplifað félagslega einangrun og að falla ekki í hópinn. Það getur tengst skólagöngu, íþróttastarfi eða daglegu lífi. Umgjörð sem kallar fram af einhverjum ástæðum lítið sjalfstraust og vanmátt á eigin getu.  Það er gífurlega áhugavert að sjá einstaklinga rísa upp, eflast og sýna styrk sinn þegar tækifæri er gefið til þess. Þjálfarar í ferðinni eru sammála um að ferðin hafi haft jákvæð áhrif á marga í hópnum sem hafi risið upp á margan hátt.. Á Íslandi hefur undanfarið verið mikið rætt um   líðan ungmenna og mikilvægi þess að halda vel utan um unga fólkið. Það er full ástæða til að gera að fréttaefni viðburð þar sem horft er sérstaklega til þess að styrkja sjálfsmynd ungs fólks í gegnum íþróttastarf.

Íþróttakeppni er eðli sínu barátta um verðlaun og frá örófi alda þekkir fók aðeins keppnisform þar sem þeir bestu fara á pallinn.  Á heimsleikum Special Olympics er pýramídanum snúið við og allir fá verðlaun. Verðlaunapeningar eru fyrir 1,2 og 3 sæti en þeir sem lenda í 4 til 8 sæti fá verðlaunaborða.Allir 8 fara á verðlaunapall og keppt er í mismunandi styrkleikaflokkum . 

Allir keppa við jafningja og eiga því jafna möguleika á að hljóta gullið. Þess vegna eru verðlaunin ekki gerð að fréttaefni en auðvitað er keppst um gullið.

Það er óhætt að fullyrða að fátt hafi vakið meiri athygli á leikunum í Berlín en þátttaka Sigurjóns Ægis Ólafssonar, íþróttafélaginu Suðra á Selfossi. Þrátt fyrir mjög skert jafnvægi tók hann þátt í þremur greinum í lyftingakeppninni og er óhætt að fullyrða að það vakti gífurlega athygli. 

Sækja skyldar greinar
Load More By Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Magnús Orri í stóru  hlutverki á leiðtogaráðstefnu Special Olympics

Magnús Orri Arnarsson var aðalljósmyndari á leiðtogaráðstefnu Special Olympics í Evrópu se…