Heim 1. tbl 2023 Góðir gestir á heimsleikum Special Olympics í Berlín

Góðir gestir á heimsleikum Special Olympics í Berlín

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Góðir gestir á heimsleikum Special Olympics í Berlín
0
760

Meðal gesta sem heiðruðu Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Ísland með nærveru sinni á heimsleikunum í Berlín voru Eliza Reid forsetafrú og Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mennta-, barna- og íþróttamála. 

Heimsleikarnir voru settir á Ólympíuleikvanginum í Berlín að kvöldi laugardagsins 17. júní. Forsetafrúin tók þátt í setningarathöfninni og gekk með íslenska keppnishópnum fylktu liði inn á leikvanginn þar sem ólympíueldurinn var loks kveiktur. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, tók einnig þátt með sama hætti.

Næstu daga á eftir sóttu forsetafrú og ráðherra hina ýmsu íþróttaviðburði þar sem íslenskir keppendur tóku þátt, hittu þjálfara og starfsmenn og hvöttu íslensku keppendurna til dáða. Meðal gesta sem forsetafrú Íslands hitti var Andrew Parsons, forseti Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra – IPC, en hann var meðal heiðursgesta á leikunum. Heilsaði Andrew Parsons að auki upp á ráðherra íþróttamála á Íslandi en þeir höfðu áður hist á Paralympics í Suður-Kóreu 2018 og einnig er Parsons heimsótti Ísland árið 2019, nokkrum áður en Covid-19 skall á. Í þeirri heimsókn hitti Parsons helstu ráðamenn þjóðarinnar, s.s. forseta Íslands, forsætisráðherra, menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra.

Þá voru meðal gesta á heimsleikunum nokkrir af samstarfsaðilum ÍF og Special Olympics á Íslandi auk fulltrúa UMFÍ. Sátu þeir og sáu, líkt og forsetafrú og ráðherra, stórbrotna opnunarhátíð leikanna og gerðu sér í kjölfarið glaðan dag með því að fylgjast með íslensku keppendunum við æfingar og keppni. Öllu því sem fyrir augu bar á leikunum verða gerð skil í þátttunum „Með okkar augum“ sem sýndir verða á RÚV á næstunni

Íþróttasamband fatlaðra og Special Olympics á Íslandi þakka Elizu Reid forsetafrú og Ásmundi Einari Daðasyni ráðherra, ásamt öðrum gestum sambandsins, kærlega fyrir velviljann sem þau sýndu með heimsókn sinni og stuðning við íþróttir fatlaðra á Íslandi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…