Heim 2. tbl. 2024 Már með nýtt lag: Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur

Már með nýtt lag: Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Már með nýtt lag: Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur
0
403

„Giving your soul to reach the goal“ er á meðal góðra lína í nýju lagi frá Má Gunnarssyni tónlistar- og afreksmanni sem hann gaf út nú í tilefni af Paralympics sem fram fara í París 28. ágúst – 8. september næstkomandi. Már keppir í 100m baksundi þann 1. september næstkomandi.

Már er einn af fimm íþróttamönnum frá Íslandi sem keppir á leikunum en nýja lagið hans má nálgast hér að neðan. Sjáflur segir Már í færslu á Facebook-síðu sinni:

Óður til Ólympíuleika frá hjarta íþróttamannsins.Í gegnum tíðina hef ég gert mitt besta til að samtvinna tvær helstu ástríður mínar sund og tónlist og að gefnu tilefni langar mig til að gera eitthvað virkilega sérstakt í aðdraganda Ólympíuleikanna nú í ár.
Lagið „Spirit in Motion” er óður frá hjarta íþróttamannsins til leikanna.
Lagið fjallar um allt það góða sem sameinar okkur á Ólympíuleikum, samkennd, vináttu og keppnisskap, en einnig sársaukann og ómældu vinnuna sem fólk leggur á sig til að skara fram úr.
Lagið er tekið upp að hluta á Íslandi en the Royal Northern College of music Session Orchestra frá Manchester spilar undir.
Flutningur, Már Gunnarsson og The Royal Northern College of music session Orchestra
Hljómsveitarstjóri, Eden Sanders
Lagahöfundur, Már Gunnarsson
Höfundur texta, Tómas Eyjólfsson.
Upptökustjóri og útsetning, Stefán Örn Gunnlaugsson
Hljóðblöndun, Stefán Örn Gunnlaugsson og Marian Lech
Hljóðjöfnun, BJ Mekk

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…