Laugardaginn 24. ágúst lagði íþróttafólkið ásamt þjálfurum og aðstoðarmönnum af stað frá Íslandi til Frakklands. Icelandair gerði vel við hópinn þar sem þau fengi að slappa af á Saga Lounge fyrir brottför. Frakkarnir tóku vel á móti hópnum á flugvellinum og farið var beint inn í þorp þar sem þau munu gista á meðan leikunum stendur yfir.
Nú eru allir búnir að koma sér fyrir í þorpinu og þessa fyrstu daga mun íþróttafólkið halda áfram með sinn lokaundirbúning áður en að leikarnir hefjast. Það eru einungis tveir dagar í opnunarhátíð Paralympics og beint daginn eftir hefst keppni hjá Íslenska hópnum þar sem Róbert syndir 100m flugsund.