Heim 2. tbl. 2024 Tólf keppendur mættir til Svíþjóðar á NM í frjálsum

Tólf keppendur mættir til Svíþjóðar á NM í frjálsum

3 min read
Slökkt á athugasemdum við Tólf keppendur mættir til Svíþjóðar á NM í frjálsum
0
666

Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum fatlaðra fer fram í Bollnas í Svíþjóð um helgina. Íslenski hópurinn hélt utan til Svíþjóðar núna í morgun en alls tólf keppendur verða fulltrúar Íslands á mótinu.

Norðurlandamótið í frjálsum fatlaðra hefur verið í örum vexti síðustu ár og íslenskum keppendum fjölgar jafnt og þétt. Vonir standa til að mótið geti á næstu árum farið fram her á Íslandi en mikið og gott samstarf er á milli Parasport-sambanda Norðurlanda um mótið.

Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF stýrir hópnum ytra en með honum í för sem þjálfarar og aðstoðarmenn eru Egill Þór Valgeirsson, Sveinn Sampsted og Melkorka Rán Hafliðadóttir.

Með hópnum í för á NM er m.a. Ingeborg Eide Garðarsdóttir og verður þetta hennar síðasta keppni fyrir Paralympics í París núna síðar í mánuðinum. Einnig með hópnum er Stefanía Daney Guðmundsdóttir sem komst mjög nálægt því að vinna sér inn sæti í París en það hafðist ekki að þessu sinni. Hér að neðan má sjá allan keppnishóp Íslands á NM 2024:

Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir
Stefanía Daney Guðmundsdóttir
Aníta Ósk Hrafnsdóttir
Anna Karen Jafetsdóttir
Katrín Lilja Júlíusdóttir
Karen Guðmundsdóttir
Emil Steinar Björnsson
Alexander Már Bjarnþórsson
Daníel Smári Hafþórsson
Hjálmar Þórhallsson
Michel Thor Masselter
Ingeborg Eide Garðarsdóttir

Hægt verður að fylgjast með úrslitum mótsins her.

Mynd/ Íslenski hópurinn í Leifsstöð fyrir brottför í morgun.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ingeborg hafnaði í 9. sæti með 9,36 metra

Ingeborg Eide Garðarsdóttir hefur lokið keppni á Paralympics en hún hafnaði í kvöld í 9. s…