Heim 1. tbl. 2024 5 Norðurlandameistaratitlar teknir á fyrri degi NM

5 Norðurlandameistaratitlar teknir á fyrri degi NM

2 min read
Slökkt á athugasemdum við 5 Norðurlandameistaratitlar teknir á fyrri degi NM
0
408

Í dag hófst keppni á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum fatlaðra. Keppendur voru í góðum gír og mörg persónuleg met féllu.

5 Norðurlandameistaratitlar voru teknir í dag. Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð þrefaldur Norðurlandameistari með gullverðlaun í 200m, langstökki og spjótkasti. Stefanía hljóp 200m á 29,20, stökk í langstökkinu 4,95 og kastaði spjótinu 25,38m. Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Emil Steinar Björnsson urðu öll Norðurlandameistarar í Kúluvarpi. Hulda kastaði kúlunni 9,22m, Emil 8,54m og Ingeborg 9,38m. Þetta er einnig síðasta mótið sem Ingeborgar mun taka þátt í áður en hún heldur til Parísar á Paralympics í lok ágúst.

Það voru fleiri verðlaun sem Íslensku keppendurnir fengu í dag en þau voru:

  • Emil Steinar Björnsson, 2 sæti í spjótkasti með kast upp á 25,78m.
  • Aníta Ósk Hrafnsdóttir, 2 sæti í 5000m á nýju Íslandsmeti, 27:20,15
  • Karen Guðmundsdóttir, 2 sæti í spjótkasti með kast upp á 23,25m.
  • Michel Thor Masselter, 3 sæti í 800m á tímanum 3:16,70.
  • Karen Guðmundsdóttir, 3 sæti í langstökki með stökk upp á 3,75m.

í fyrsta skiptið á Norðurlandameistaramóti var keppt í 4x100m boðhlaupi. Fyrir Íslands hönd hljóp Alexander Már Bjarnþórsson – Karen Guðmundsdóttir – Daniel Smári Hafþórsson og Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Hlaupið gekk vel og sveitin endaði í 3 sæti á nýju Íslandsmeiti á tímanum 55,19 sek.

Sækja skyldar greinar
Load More By Melkorka Hafliðadóttir
Load More In 1. tbl. 2024
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Sonja sló Íslandsmet í kvöld

Sonja Sigurðardóttir synti í morgunn í seinni undanriðli af tveimur. Hún kom þar í mark á …