Heim 1. tbl 2023 Ármann Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum

Ármann Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Ármann Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum
0
971

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Kaplakrika um helgina. Óhætt er að segja að aðstæður hafi verið krefjandi með grenjandi rigningu og roki og af þeim sökum voru stöku mótshlutar færðir inn í frjálsíþróttahöll FH-inga.

Þónokkrar greinar urðu þó að fara fram utandyra eins og sleggjukast, kringlukast, spjótkast og 100m hlaup. Aðrar greinar voru haldnar innandyra. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri kærum þökkum til starfsfólks mótsins sem og til frjálsíþróttanefndar ÍF við öfluga framkvæmd í krefjandi aðstæðum.

Mótið í ár var haldið snemma m.a. með tilliti til þess að gefa okkar fremsta fólki tækifæri á því að vinna sér inn lágmörk fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í París í sumar. Rætt hefur verið að halda opið frjálsíþróttamót síðar í sumar og verða aðildarfélög ÍF upplýst um það um leið og hægt er.

Skemmst er frá því að segja að fjölmargir voru að setja persónuleg met við mótið eða ná sínum besta árangri á tímabilinu en það voru Ármenningar sem urðu Íslandsmeistarar í liðakeppninni þetta árið. Til hamingju Ármann!

Aníta Ósk Hrafnsdóttir setti svo nýtt Íslandsmet um helgina í 3000m hlaupi kvenna í flokki T20 (þroskahamlaðir). Aníta kom þá í mark á tímanum 15:01.33mín.

Úrslit mótsins

Myndasafn frá mótinu (JBÓ)

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…