Heim 1. tbl 2023 Björn og Kristín sæmd gullmerki SSÍ 

Björn og Kristín sæmd gullmerki SSÍ 

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Björn og Kristín sæmd gullmerki SSÍ 
0
715

Kristín Guðmundsdóttir og Björn Valdimarsson voru nýverið sæmd gullmerki Sundsambands Íslands á sundþingi 2023 sem fram fór í húsakynnum ÍSÍ í aprílmánuði.
 
Í greinargerð sem fylgdi afhendingu gullmerkjana segir:

  • Kristín Guðmundsdóttir formaður sundnefndar fatlaðra, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Íslandi. Kristín er fyrsti sunddómari á Íslandi sem komst á lista yfir Alþjóðlega dómara í sundi, það var fyrir rúmlega 30 árum síðan. Kristín hefur starfað í tugi ára sem landsliðsþjálfari hjá ÍF, Íþróttasambandi fatlaðra.
     
  • Björn Valdimarsson formaður Sundráðs Reykjavíkur, fyrir ýmis störf fyrir sundhreyfinguna á Ísland, en hann hefur starfað í á annan tug ára sem sunddómari á er alþjóðlegur dómari og er starfandi í Dómaranefnd SSÍ.
     
    Íþróttasamband fatlaðra óskar Kristínu og Brini til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu. Það er Íþróttasambandi fatlaðra, Sundsambandinu og íþróttahreyfingunni í heild ómetanlegt að njóta krafta einstklinga sem þeirra.
Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…