Heim 1. tbl 2023 Sveinn Áki nýr heiðursfélagi ÍSÍ

Sveinn Áki nýr heiðursfélagi ÍSÍ

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sveinn Áki nýr heiðursfélagi ÍSÍ
0
1,535

Íþróttaþing ÍSÍ stendur nú yfir í Ólafssal í Hafnarfirði. Við þingsetningu í gær voru nýir heiðursfélagar ÍSÍ heiðraðir og á meðal þeirra var fyrrum formaður Íþróttasambands fatlaðra, Sveinn Áki Lúðvíksson.

Í umsögn ÍSÍ þegar Sveinn Áki var gerður að heiðursfélaga kom eftirfarandi fram:

Sveinn Áki Lúðvíksson (ÍF/BTÍ)
Sveinn Áki var formaður Íþróttasambands fatlaðra árin 1996-2017 eða samfellt í 21 ár. Hann hóf sinn leiðtogaferil innan borðtennisíþróttarinnar. Hann var fyrsti formaður borðtennisdeildar KR og þegar Borðtennissamband Íslands var stofnað árið 1972 var hann kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Hann gegndi því embætti um árabil. Hann var kjörinn í varastjórn Íþróttasambands fatlaðra 1982 og
síðar sem stjórnarmaður allt til ársins 1996 er hann var kjörinn formaður. Sveinn Áki hlaut barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2010 fyrir öflugt starf í þágu ungmenna. Sveinn Áki er handhafi riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Sveinn Áki var sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ árið 2017 og það sama ár var hann gerður að heiðursfélaga Íþróttasambands fatlaðra.

Stjórn og starfsfólk óska Sveini Áka innilega til hamingju með heiðursútnefninguna með þökkum fyrir frábært starf innan íþróttahreyfingarinnar.

Nánar um heiðursveitingar á Íþróttaþingi ÍSÍ má lesa hér.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Glæsilegt ÍM25 að baki í Ásvallalaug: Snævar með fyrstu metin í S15

Íslands- og unglingarmeistaramótið í 25m laug fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síða…