Heim 2. tbl 2021 Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga

Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Þorsteinn með silfur á Íslandsmóti öldunga
0
592

Bogfimimaðurinn Þorsteinn Halldórsson hafnaði í 2. sæti á Íslandsmóti öldunga í C5M Compound í karlaflokki 50 ára og eldri. Þorsteinn lenti í hörku úrslitaeinvígi gegn Alberti Ólafssyni á mótinu.


Íslandsmótið fór fram í Bogfimisetrinu 13.-14. nóvember síðastliðinn en skotið var af 18m færi innandyra. Í úrslitaviðureigninni var Þorsteinn með 138 stig en Albert 140. Þorsteinn sem nýverið skipti yfir í Íþróttafélagið Akur er nú kominn á fullt við undirbúning fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í febrúarmánuði 2022 í Dubai.


Árið 2016 varð Þorsteinn fyrstur Íslendinga til þess að keppa á Paralympics í bogfimi en hann missti svo af tækifærinu til þess að tryggja sér pláss á Paralympics í Tokyo.


Öll nánari úrslit öldungamótsins má nálgast hér

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2021
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…