Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss fór fram í Kaplakrika laugardaginn 2 júlí.
Þrátt fyrir mikinn kulda þá stóðu keppendur sig vel þar sem sex Íslandsmet féllu auk persónulegra meta.
Íslandsmetin sett:
- Aníta Ósk Hrafnsdóttir, F20 hljóp 1.500m á 7:11,92 sek
- Emil Steinar Björnsson, F20 kastaði 8,86m í kúluvarpi
- Michel Thor Masselter, F35-38 hljóp 800m á 3:09,99
- Michel Thor Masselter, F35-38 hljóp 1.500m á 6:25,23
- Stefanía Daney Guðmundsdóttir, F20 stökk 5,10m í langstökki
- Stefanía Daney Guðmundsdóttir, F20 kastaði 25,93m í spjótkasti
Það voru síðan Ármenningar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða en alls tóku fimm félög þátt, Ármann, Eik, Fjörður, FH og Öspin.