Heim 1. tbl. 2025 Vorboðinn ljúfi betur þekktur sem Kiwanisklúbburinn Hekla

Vorboðinn ljúfi betur þekktur sem Kiwanisklúbburinn Hekla

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Vorboðinn ljúfi betur þekktur sem Kiwanisklúbburinn Hekla
0
106

Nýverið fékk Íþróttasamband fatlaðra góða gesti í heimsókn þegar félagar frá Kiwanisklúbbnum Heklu tóku hús á starfsemi sambandsins.

Fulltrúar klúbbsins þeir Ólafur G. Karlsson og Birgir Benediktsson komu þá færandi hendi með rausnarlegan styrk frá klúbbnum til handa starfsemi sambandsins.

Það var Þórður Árni Hjaltested formaður ÍF sem tók við styrknum frá Kiwanisklúbbnum Heklu. Með hækkandi sól hefur það jafnan verið venjan að klúbburinn líti inn í heimsókn með stuðning í farteskinu til handa íþrótta- og lýðheilsustarfsemi ÍF.

Um áratugabil hefur klúbburinn stutt rækilega við bakið á starfsemi ÍF og fyrir vikið hefur Kiwanisklúbburinn Hekla fengið nafngiftina „vorboðinn ljúfi í Laugardal.“

Með kærri þökk fyrir stuðninginn öll þessi ár!

Mynd/ Þórður Árni formaður ÍF tekur við styrknum frá Kiwanisklúbbnum Heklu frá þeim Ólafi og Birgi.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 1. tbl. 2025
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Ný stjórn kjörin á sambandsþingi ÍF: Ásta og Helgi heiðruð af ÍSÍ

Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 26 apríl síða…