Heim 2. tbl 2023 Við erum eins og ein stór fjölskylda

Við erum eins og ein stór fjölskylda

4 min read
Slökkt á athugasemdum við Við erum eins og ein stór fjölskylda
0
578

„Við erum eins og ein stór fjölskylda“ segir Edvard Þór Ingvarsson um Special Olympics hóp körfuboltadeildar Hauka en þar æfa nú um 40 börn og ungmenni.

 Þar fá allir tækifæri til að blómstra á eigin forsendum,  byggja upp sjálfstraust og eignast nýja vini. Í gegnum körfuboltastarfið hefur tekist að virkja börnin, styrkja sjálfsmynd þeirra og koma í veg fyrir félagslega einangrun. Hvert og eitt skref er byggt upp útfrá mikilvægi þess að þróa með sér seiglu og þrautseigju. Framfarir hafa orðið mjög miklar og öll börnin taka nú þátt í mótum þar sem keppt er við lið frá öðrum félögum. Þó stefnt sé í framtíðinni á heimsleika Special Olympics er meginmarkmið að byggja upp hóp þar sem öllum líður vel.

Í maí 2023 kom myndatökulið til Íslands að mynda lið Hauka á Stjörnustríðsmótinu í Garðabæ. Starfið hefur vakið gríðarlega athygli og myndbandið var valið til birtingar á miðlum Special Olympics í Evrópu á alþjóðadegi fatlaðra 3. Desember.

Myndbandið tengist því að starf Hauka hefur hlotið styrk vegna Evrópuverkefnis EEA and Norway Grants sem Special Olympics á Íslandi hefur tekið þátt í undanfarin þrjú ár  „Inclusion Through Sport for Children with Developmental Disabilities“

Verkefnið hófst árið 2021 og er nú að ljúka en samstarfslönd eru Bosnia Herzegovina, Montenegro, Litháen, Rúmenía, Slóvakía auk háskóla í Poznan í Póllandi.  Ísland hefur gegnt hlutverki „expert“ þar sem fulltrúar Íslands hafa heimsótt löndin og tekið út þau verkefni sem þar hafa farið fram. Einnig var haldinn sameiginlegur fundur allra þátttökulanda á Íslandi og lokafundur verkefnisins fór fram á Íslandi.

Í tengslum við verkefnið var m.a. gerður bæklingur fyrir þjálfara sem var unnin m.a. af íslenskum þjálfurum.   https://inclusivesportsforchildren.eu/developmental-sports-implementation-guide/

Nánar um verkefnið https://inclusivesportsforchildren.eu/

Skilaboð frá Special Olympics Europe Eurasia;

 „Á alþjóðadegi fatlaðra er horft til lausna og nýrra verkefna sem gefa fólki með fötlun tækifæri til að taka virkan þátt og verða fullgildir þjóðfélagsþegnar.  Þessi börn og þeirra frábæru þjálfarar eru eitt besta dæmið um slíkt verkefni

Grein um myndbandið  https://bit.ly/4a6mRC883

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…