Heim 2. tbl 2023 Sveinn hlaut tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur

Sveinn hlaut tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur

2 min read
Slökkt á athugasemdum við Sveinn hlaut tilnefningu sem framúrskarandi ungur Íslendingur
0
425

JCI Iceland veita árlega verðlaunin „Framúrskarandi ungur Íslendingur“ og sem fyrr voru tíu einstaklingar sem hlutu tilnefningar til verðlaunanna. Einn hinna tilnefndu var Sveinn Sampsted meðlimur í frjálsíþróttanefnd Íþróttasambands fatlaðra. Sveinn hlaut tilnefningu í flokknum framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

Sveinn hefur m.a. verið önnum kafin á fyrirlestrarröðum fyrir Samtökin 78 og þá hefur hann gengið í hin ýmsu störf hjá okkur á Íþróttasambandi fatlaðra. Sveinn hefur menntað sig við dómgæslu í frjálsum fatlaðra á vegum Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar og þá hefur hann sinnt nefndarstörfum hjá Frjálsíþróttanefnd ÍF. Hann hefur einnig farið sem þjálfari og fararstjóri í þónokkur frjálsíþróttaverkefni með afreksfólki úr röðum ÍF.

Stjórn og starfsfólk ÍF óskar Sveini til hamingju með tilnefninguna en hann var svo sannarlega vel að henni kominn. Það var svo Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir sem hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2023 og er henni hér með óskað til hamingu en Aníta var tilnefnd fyrir framlag sitt til barna, heimsfriðar og eða mannréttinda.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Hákon tvöfaldur Íslandsmeistari: Vova og Agnar unnu í tvíliðaleik

Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Hátúni í Reykjavík laugardagin…