Heim 2. tbl 2023 Thelma og Róbert Norðurlandameistarar í Eistlandi

Thelma og Róbert Norðurlandameistarar í Eistlandi

1 min read
Slökkt á athugasemdum við Thelma og Róbert Norðurlandameistarar í Eistlandi
0
638

Norðurlandameistaramótið í sundi í 25m laug fór fram í Eistlandi síðustu helgi þar sem Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir urðu bæði Norðurlandameistarar! Róbert varð meistari í 200m fjórsundi en Thelma í 100m bringusundi.

Róbert Ísak sem keppir fyrir SH/Fjörð í flokki S14 varð eins og áður greinir Norðurlandameistari í 200m fjórsundi, þá tók hann silfurverðlaun í 50 og 100 metra flugsundi. Thelma Björg sem keppir fyrir ÍFR í flokki S6 varð meistari í 100m bringusundi en hafnaði í 4. sæti í 400m skriðsundi, 50m bringusundi og 200m fjórsundi og varð svo áttunda í 50m skriðsundi.

Til hamingju með árangurinn Róbert og Thelma!

Myndir/ úr einkasafni – Efsta mynd er Thelma Norðurlandameistari og á þeirri Róbert en á neðstu mynd er íslenski hópurinn með Ragnari Friðbjarnarsyni landsliðsþjálfara og Hafdísi Aðalsteinsdóttur aðstoðarkonu.

Sækja skyldar greinar
Load More By Jón Björn Ólafsson
Load More In 2. tbl 2023
Comments are closed.

Skoðaðu einnig

Afturelding af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“

Ungmennafélagið Afturelding hefur farið af stað með verkefnið „Fótbolti fyrir alla“ sem er…