Grænlendingar taka í fyrsta skipti þátt á heimsleikum Special Olympics en Ísland bauð Grænlandi að nýta kvóta Íslands í skíðagöngu og tveir keppendur eru mættir til leiks. Það eru þau Jorna Marie Larsen og Nuka Martin Lynge. Mikil gleði ríkir í grænlenska hópnum en þau eru skráð á leikana með Special Olympics Danmark. Báðir grænlensku keppendurnir eru mjög færir á gönguskíðum …