
Heimsleikar Special Olympics á Ítalíu, nálgast óðfluga en þar verður Ísland með fulltrúa í listhlaupi á skautum dansi og skíðum. Leikarnir fara fram í Turin á Ítalíu dagana 8.-15. mars 2025.


Védís Harðardóttir og Bjarki Rúnar Steinarsson æfa bæði með skautadeild Aspar og hlakka mikið til ferðarinnar. Magnús Orri Arnarson kíkti á skautaæfingu þar sem Védís og Bjarki voru í fullum undirbúningi fyrir ferðina .